Síðastliðinn laugardag stóðu starfsmenn og nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík fyrir opnu húsi. Þessi viðburður er einkum hugsaður fyrir nemendur á lokaári grunnskóla til að auðvelda þeim valið á framhaldsskóla. Eftir sóttvarnartakmarkanir síðustu ára var það kærkomið að endurvekja þennan árlega sið og það var greinilegt að opna húsið vakti mikla eftirvæntingu. Verulegur fjöldi gesta sótti skólann heim og kynnti sér húsakynni og námsframboð og naut til þess aðstoðar bæði nemenda og kennara. Að venju var aðsóknin mest í verklegu stofurnar enda mest þar um að vera eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.