Menntaskólinn í Reykjavík tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum Gettu betur og óskum við liðinu til hamingju með það. MR hafði þá betur gegn Fjölbrautaskóla Garðabæjar í spennandi keppni . Liðið skipa Áslaug Edda Kristjánsdóttir, Björn Diljan Hálfdánarson og Davíð Birgissson. Húsband MR sá um skemmtiatriði kvöldsins fyrir hönd MR og þökkum við þeim fyrir þann flutning.
Við hlökkum til að sjá MR keppa í undanúrslitum í mars.