Alþingi færði MR minningarskjöld í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá fyrsta löggjafarþingi Íslendinga eftir að Alþingi var endurreist, 1. júlí 1875.  Sama ár var skrifstofa Alþingis stofnuð með yfirlýsingu Jóns Sigurðssonar forseta.  Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis flutti ávarp þar sem hún minnti á hlutverk Lærða skólans í sjálfstæðisbaráttu landsmanna.

Alþingi var endurreist árið 1845 í Hátíðarsal skólans, ári áður en skólinn var settur þar 1846 í fyrsta sinn, og þingfundir haldnir þar allt til ársins 1879.

Skjöldurinn hangir fyrir neðan málverk af Jóni Sigurðssyni á Sal.

Við þökkum kærlega fyrir þessa fallegu gjöf.