Í gær var Menntaskólinn í Reykjavík settur í 179. sinn. Rektor bauð nemendur og starfsfólk velkomið aftur til starfa eftir sumarleyfi.
Aðsókn að skólanum í vor var góð og sóttu fleiri nýnemar um en komust að. 295 nemendur munu hefja nám við skólann í vetur. 240 á náttúrufræðibraut, 52 á málabraut og 3 á starfsbraut. Alls verða því 714 nemendur við skólann í vetur sem er fjölgun frá því í fyrra.
Við þökkum sr. Elínborgu Sturludóttur og Sveini Valgeirssyni sóknarprestum og öðrum starfsmönnum Dómkirkjunnar fyrir að taka á móti okkur. Það er alltaf hátíðleg og skemmtileg stund að mæta í kirkjuna til skólasetningar. Kærar þakkir til Guðmundar Sigurðssonar sem spilaði fyrir okkur á orgel í byrjun skólasetningarinnar.