Laugardagsæfingar eru æfingar fyrir nemendur í stærðfræðiþrautum og keppnisstærðfræði.

Þær hefjast næsta laugardag, 29. ágúst, kl. 10, í Cösu Christi.

 

Neðra stig (4. bekkur) má sitja til 12 og efra stig (5. og 6. bekkur) til 12:30.

Í boði (auk skemmtunar) eru þrjár einingar fyrir þau sem mæta vel.

 

Andrúmsloftið er mjög huggulegt, og æfingin ætti að vera skemmtileg fyrir alla áhugasama, sama hvað fólk kann mikið.

 

Umsjónarmaður laugardagsæfinga að þessu sinni er Álfheiður Edda Sigurðardóttir, stærðfræðinemi og fyrrverandi nemandi úr MR.

Við hvetjum ykkur endilega til að skrá ykkur, með því að senda póst á alfheidur@mr.is.