Laugardagsæfingar í eðlisfræði hefjast núna á laugardaginn, 16. janúar kl. 12-14.

Laugardagsæfingarnar eru hugsaðar sem undirbúningur undir forkeppni eðlisfræðikeppni framhaldsskólanna sem mun fara fram þriðjudaginn 2. mars. Laugardagsæfingarnar verða með svipuðu sniði og forkeppnin: 20 krossar sem gilda 70 stig og 2 skriflegar spurningar sem gilda 30 stig sem nemendur fá 2 klst. til að reyna við.