Kynningarfundur fyrir foreldra nýnema fór fram mánudaginn 2. september. Sólveig Hannesdóttir rektor bauð fundargesti velkomna og fór yfir það helsta sem er framundan í skólastarfinu og námsfyrirkomulag. Forsvarsmenn nemendafélaganna fóru yfir starf þeirra og stjórn foreldrafélagsins kynnti með hvaða hætti þau styðja við starf skólans. Að lokum var fundargestum boðið að fara í heimastofur nemendanna og hitta umsjónarkennara þeirra.

Við þökkum þeim sem mættu fyrir komuna og hlökkum til samstarfsins við foreldra og forráðamenn á komandi árum.