Þriðjudaginn 24. október munu konur og kvár leggja niður störf allan daginn. Konur og kvár, stelpur og stálp, eru hvött til að mæta ekki til vinnu þennan dag og mæta á útifundinn sem verður haldinn á Arnarhóli kl. 14:00. Þar munum við krefjast þess að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi verði útrýmt og að störf kvenna og kvára verði metin að verðleikum.

Kvennaverkfall mun valda glundroða og skerðingu á ýmissi þjónustu í samfélaginu öllu.  Gera má ráð fyrir að skólastarf verði skert þennan dag.  Öll sem vilja taka þátt í kvennaverkfalli og sýna málstaðnum samstöðu fá ekki skráða á sig fjarvist þennan dag.

Þó margt hafa áunnist á síðustu tæpu fimmtíu árum er langt í land með að jafnrétti sé náð.  Neikvæð orðræða um kyn, kynvitund, transfólk og margt fleira síðustu daga og vikur ber þess merki að við verðum að halda baráttunni áfram um jafnrétti fyrir öll, sýna umburðarlyndi og bera virðingu fyrir öðrum.