Nemendur í 4.C fengu á dögunum heimsókn frá Alliance française og sendiráði Frakklands á Íslandi og lærðu frönsk matarheiti og orðaforða þeim tengdum með því að skiptast á að smakka, þefa af og snerta matvæli með bundið fyrir augun og giska á matvöruna og ræða því næst lykt, áferð og bragð á frönsku. Á myndunum sem fylgja fréttinni má sjá 4.C með gestunum. 

Undanfarin þrjú-fjögur ár hefur franska sendiráðið og Alliance française boðið nemendum í frönsku í framhaldsskólum upp á þessa vinnustofu í tengslum við alþjóðlegan dag frönskunnar þann 20. mars. Við þökkum þeim kærlega fyrir heimsóknina.