Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 30. mars.

Athöfnin var afar vel sótt og var salurinn þétt setinn.

Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í MR þriðjudaginn 11. mars. Alls tóku 389 nemendur úr 23 grunnskólum þátt í keppninni úr 8., 9. og 10. bekk og hafa þátttakendur aldrei verið fleiri. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var nú haldin í 20. skipti í Menntaskólanum í Reykjavík. Sólveig G. Hannesdóttir rektor bauð gesti velkomna og sagði frá sögu skólans og frá ýmsum fróðleik. Katrín Jónsdóttir 6.S flutti skemmtilegt lag á fiðlu áður en Einar Guðfinnsson og Kári Sigurðsson, fagstjórar í stærðfræði, afhentu verðlaun og viðurkenningar. Nemendur í 10 efstu sætunum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá skólanum og reiknivél af gerðinni Casio frá Heimilistækjum en þrír efstu á hverju stigi fengu einnig peningaverðlaun frá Arionbanka. Þeir keppendur sem áður höfðu fengið viðurkenningar í fyrri keppnum fengu bók í stað reiknivélar. Rektor þakkaði stærðfræðikennurum fyrir skipulagningu keppninnar og umsjón með framkvæmd hennar, nemendum skólans og kennurum fyrir aðstoð við yfirsetu í keppninni og Arionbanka fyrir að styrkja keppnina. Einnig þakkaði hann fyrir gott samstarf með skólastjórum og stærðfræðikennurum grunnskólanna.

Verðlaunahafar í 8. bekk eru:

Sæti     Nafn og skóli

1.           Halldór Finnsson Laugalækjarskóla

2.-3.     Eyþór Orri Björnsson Hagaskóla

2.-3.     Sebastian Smári Samúelsson Álftamýrarskóla

4.-7.     Bjarni Bergþórsson Hlíðaskóla

4.-7.     Emil Kári Arnarsson Valhúsaskóla

4.-7.     Rebekka Hilmisdóttir Foldaskóla

4.-7.     Úlfur Martino Solimene Laugalækjarskóla

8.-10.   Dagur Claxton Árbæjarskóla

8.-10.   Jón Björn Margrétarson Foldaskóla

8.-10.   Steinar Þór Oddsson Árbæjarskóla

 

Verðlaunahafar í 9. bekk eru:

Sæti     Nafn og skóli

1.           Ingvar Zolotuskiy Landakotsskóla

2.-3.     Alexander Schram Garðaskóla

2.-3.     Steinn Atlason Hagaskóla

4.          Natalía Eir Curtis Ölduselsskóla

5.-6.     Jónatan Vignir Guigay Hlíðaskóla

5.-6.     Lára María Hansdóttir Valhúsaskóla

7.         Sigþór Örn Gunnarsson Ingunnarskóla

8.-10.   Hildur Ásgeirsdóttir Réttarholtsskóla

8.-10.   Nína Marín Andradóttir Háteigsskóla

8.-10.   Tryggvi Hreinn Gunnarsson Laugalækjarskóla

 

Verðlaunahafar í 10. bekk eru:

Sæti     Nafn og skóli

1.           Hákon Árni Heiðarsson Garðaskóla

2.           Þorkell Guðbrandsson Hlíðaskóla

3.           Jannika Jónsdóttir Hagaskóla

4.           Ísabella Magnúsdóttir Valhúsaskóla

5.-6.     Kjartan Orri Ingvarsson Laugalækjarskóla

5.-6.     Tómas Heiðar Helgason Víðistaðaskóla

7.-8.     Alexander Arnar Björnsson Vogaskóla

7.-8.     Sólveig Freyja Hákonardóttir Smáraskóla

9.-10.   Hildur Óskarsdóttir Hagaskóla

9.-10.   Tryggvi Kristinn Sveinbjörnsson Hagaskóla