Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 14. apríl.

Athöfnin var afar vel sótt og var salurinn þétt setinn.

Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í MR þriðjudaginn 12. mars. Alls tóku 321 nemandi úr 21 grunnskólum þátt í keppninni úr 8., 9. og 10. bekk. Þátttaka var sérstakleg góð í 10. bekk en þar mættu yfir 150 einstaklingar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var nú haldin í 19. skipti í Menntaskólanum í Reykjavík. Sólveig G. Hannesdóttir rektor bauð gesti velkomna og sagði frá sögu skólans og frá ýmsum fróðleik. Ína Julia Nikolov 6.X flutti fallegt lag á flygil áður en Einar Guðfinnsson fagstjóri í stærðfræði og Einar Hreinsson konrektor afhentu verðlaun og viðurkenningar. Nemendur í 10-11 efstu sætunum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá skólanum og reiknivél af gerðinni Casio frá Heimilistækjum en þrír efstu á hverju stigi fengu einnig peningaverðlaun frá Arionbanka. Þeir keppendur sem fengu viðurkenningu í fyrra fengu bók í stað reiknivélar. Rektor þakkaði stærðfræðikennurum fyrir skipulagningu keppninnar og umsjón með framkvæmd hennar, nemendum skólans og kennurum fyrir aðstoð við yfirsetu í keppninni og Arionbanka fyrir að styrkja keppnina. Einnig þakkaði hann fyrir gott samstarf með skólastjórum og stærðfræðikennurum grunnskólanna sem tóku þátt og síðast en ekki síst grunnskólanemendum fyrir þátttökuna.

Verðlaunahafar í 8. bekk eru:

Sæti Nafn og skóli
1. Hildur Ásgeirsdóttir Réttarholtsskóla
2.-3. Matthias Hallur Jóhannsson Háteigsskóla
2.-3. Sigþór Örn Gunnarsson Ingunnarskóla
4. Þórður Atli Nielsen Valhúsaskóla
5.-6. Jón Breki Sigurðarson Réttarholtsskóla
5.-6. Steinn Atlason Hagaskóla
7. Apríl Sól Hermannsdóttir Austurbæjarskóla
8. Steinhildur Rós Heiðdísardóttir Davíðsdóttir Vogaskóla
9.-11. Jónatan Vignir Guigay Hlíðaskóla
9.-11. Katrín Kristinsdóttir Valhúsaskóla
9.-11. Ríkharður Leó Erlingsson Hagaskóla

 

Verðlaunahafar í 9. bekk eru:

Sæti Nafn og skóli
1. Tómas Heiðar Helgason Víðistaðaskóla
2. Hannes Þórður Hafstein Háteigsskóla
3. Alexander Arnar Björnsson Vogaskóla
4. Kjartan Orri Ingvarsson Laugalækjarskóla
5. Einar Helgi Dóruson Árbæjarskóla
6. Jónas Jökull Sigurjónsson Laugalækjarskóla
7.-8. Anna Eiríksdóttir Ingunnarskóla
7.-8. Valmundur Rósmar Eggertsson Kársnesskóla
9. Þorkell Guðbrandsson Hlíðaskóla
10. Guðjón Atli Sævarsson Réttarholtsskóla

 

Verðlaunahafar í 10. bekk eru:

Sæti Nafn og skóli
1. Daði Logason Laugalækjarskóla
2. Lóa Margrét Gunnarsdóttir Laugalækjarskóla
3. Þorsteinn Snæland Réttarholtsskóla
4. Heiðrún María Guðmundsdóttir Réttarholtsskóla
5.-6. Einar Tryggvi Petersen Árbæjarskóla
5.-6. Victor Pétur Sánchez-Brunete Hagaskóla
7. Íris Björk Þórbergsdóttir Landakotsskóla
8. Jóhannes Guðmundsson Réttarholtsskóla
9.-10. Benedikt Bjarni Melsted Valhúsaskóla
9.-10. Starkaður Björnsson Austurbæjarskóla