Verðlaunaafhending í keppni grunnskólanemenda í stærðfræði fór fram á Hátíðasal Menntaskólans í Reykjavík sunnudaginn 14. apríl.
Athöfnin var afar vel sótt og var salurinn þétt setinn.
Stærðfræðikeppni grunnskólanema var haldin í MR þriðjudaginn 12. mars. Alls tóku 321 nemandi úr 21 grunnskólum þátt í keppninni úr 8., 9. og 10. bekk. Þátttaka var sérstakleg góð í 10. bekk en þar mættu yfir 150 einstaklingar og hafa þeir aldrei verið fleiri. Stærðfræðikeppni fyrir grunnskólanemendur var nú haldin í 19. skipti í Menntaskólanum í Reykjavík. Sólveig G. Hannesdóttir rektor bauð gesti velkomna og sagði frá sögu skólans og frá ýmsum fróðleik. Ína Julia Nikolov 6.X flutti fallegt lag á flygil áður en Einar Guðfinnsson fagstjóri í stærðfræði og Einar Hreinsson konrektor afhentu verðlaun og viðurkenningar. Nemendur í 10-11 efstu sætunum á hverju stigi fengu viðurkenningarskjal frá skólanum og reiknivél af gerðinni Casio frá Heimilistækjum en þrír efstu á hverju stigi fengu einnig peningaverðlaun frá Arionbanka. Þeir keppendur sem fengu viðurkenningu í fyrra fengu bók í stað reiknivélar. Rektor þakkaði stærðfræðikennurum fyrir skipulagningu keppninnar og umsjón með framkvæmd hennar, nemendum skólans og kennurum fyrir aðstoð við yfirsetu í keppninni og Arionbanka fyrir að styrkja keppnina. Einnig þakkaði hann fyrir gott samstarf með skólastjórum og stærðfræðikennurum grunnskólanna sem tóku þátt og síðast en ekki síst grunnskólanemendum fyrir þátttökuna.
Verðlaunahafar í 8. bekk eru:
| Sæti | Nafn og skóli |
| 1. | Hildur Ásgeirsdóttir Réttarholtsskóla |
| 2.-3. | Matthias Hallur Jóhannsson Háteigsskóla |
| 2.-3. | Sigþór Örn Gunnarsson Ingunnarskóla |
| 4. | Þórður Atli Nielsen Valhúsaskóla |
| 5.-6. | Jón Breki Sigurðarson Réttarholtsskóla |
| 5.-6. | Steinn Atlason Hagaskóla |
| 7. | Apríl Sól Hermannsdóttir Austurbæjarskóla |
| 8. | Steinhildur Rós Heiðdísardóttir Davíðsdóttir Vogaskóla |
| 9.-11. | Jónatan Vignir Guigay Hlíðaskóla |
| 9.-11. | Katrín Kristinsdóttir Valhúsaskóla |
| 9.-11. | Ríkharður Leó Erlingsson Hagaskóla |
Verðlaunahafar í 9. bekk eru:
| Sæti | Nafn og skóli |
| 1. | Tómas Heiðar Helgason Víðistaðaskóla |
| 2. | Hannes Þórður Hafstein Háteigsskóla |
| 3. | Alexander Arnar Björnsson Vogaskóla |
| 4. | Kjartan Orri Ingvarsson Laugalækjarskóla |
| 5. | Einar Helgi Dóruson Árbæjarskóla |
| 6. | Jónas Jökull Sigurjónsson Laugalækjarskóla |
| 7.-8. | Anna Eiríksdóttir Ingunnarskóla |
| 7.-8. | Valmundur Rósmar Eggertsson Kársnesskóla |
| 9. | Þorkell Guðbrandsson Hlíðaskóla |
| 10. | Guðjón Atli Sævarsson Réttarholtsskóla |
Verðlaunahafar í 10. bekk eru:
| Sæti | Nafn og skóli |
| 1. | Daði Logason Laugalækjarskóla |
| 2. | Lóa Margrét Gunnarsdóttir Laugalækjarskóla |
| 3. | Þorsteinn Snæland Réttarholtsskóla |
| 4. | Heiðrún María Guðmundsdóttir Réttarholtsskóla |
| 5.-6. | Einar Tryggvi Petersen Árbæjarskóla |
| 5.-6. | Victor Pétur Sánchez-Brunete Hagaskóla |
| 7. | Íris Björk Þórbergsdóttir Landakotsskóla |
| 8. | Jóhannes Guðmundsson Réttarholtsskóla |
| 9.-10. | Benedikt Bjarni Melsted Valhúsaskóla |
| 9.-10. | Starkaður Björnsson Austurbæjarskóla |