Í sumar tóku eftirfarandi MR-ingar þátt á Ólympíuleikunum og Evrópuleikunum í eðlisfræði:

Jón Valur Björnsson (6.X)

Hilmir Vilberg Arnarsson (6.X)

Hildur Gunnarsdóttir (5.Y)

Teresa Ann Frigge (5.Y)

Nemendur stóðu sig mjög vel á leikunum en sérstaklega má nefna árangur tveggja nemenda.

Jón Valur Björnsson fékk brons á Evrópuleikunum (EuPhO) og heiðursviðurkenningu á alþjóðlegu Ólympíuleikunum (IPhO) og Hilmir Vilberg Arnarsson fékk heiðursviðurkenningu á báðum leikunum.

Við óskum nemendum innilega til hamingju með góðan árangur.