Í gær fór fram viðureign MR og MH í undanúrslitum gettu betur.
Liðið hefur æft stíft með liðstjórum og þjálfurum og þau stóðu sig vel í gærkvöldi, í spennandi keppni gegn MH-ingum, þrátt fyrir svekkjandi tap.
Við erum stolt af árangri MR-inga í Gettu Betur í vetur og þökkum Dórótheu, Davíð og Birni kærlega fyrir að keppa fyrir hönd skólans í þessari skemmtilegu keppni.
Við fylgjumst spennt með úrslitaviðureign eftir tvær vikur: MH vs MA