Framtíðin, málfunda- og nemendafélag Menntaskólans í Reykjavík, fékk þrjá styrki frá loftslagssjóði ungs fólk í Reykjavík. Sjóðurinn er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Bloomberg Philanthropies. Verkefnin sem Framtíðin fékk styrk fyrir eru fjölbreytt, þau munu vera með fræðsluerindi um loftslagsvá, fara í vettvangsferð og gefa út loftslagsblað.
Við óskum þeim innilega til hamingju með þessa styrki!