Fiðluball sjöttubekkinga fór fram í Gamla bíói síðastliðinn fimmtudag, en þá klæddu nemendur sig í kjól og hvítt og dönsuðu samkvæmisdansa. Ballið heppnaðist með eindæmum vel og er 6. bekkjaráði færðar þakkir fyrir fallega og skemmtilega kvöldstund.