Eystrasaltskeppnin í stærðfræði var þetta árið haldin á Íslandi og þátttakendur frá hinum ýmsum nágrannalöndum okkar þreyttu keppnina í húsakynnum Menntaskólans. Fyrir Íslands hönd kepptu Benedikt Vilji Magnússon 5.X, Kirill Zolotuskiy 5.X, Selma Rebekka Kattoll 6.X, Viktor Már Guðmundsson 6.X og Ragna María Sverrisdóttir úr Verzlunarskóla Íslands. Voru þau skólanum til mikils sóma.