Íslenska Ólympíuliðið í eðlisfræði fór á dögunum til Ljubljana í Slóveníu á Evrópuleikana í eðlisfræði. Flogið var út 19. maí, sama dag og fjórir elstu liðsmenn liðsins kláruðu síðustu stúdentsprófin sín. Það var því ekki mikill undirbúningur sem liðið hafði fyrir leikana fyrir utan þrjá daga sem fóru í verklega þjálfun um páskana.
Afrakstur liðsins var Íslandi til mikils sóma. Benedikt Vilji Magnússon (MR) hlaut bronsverðlaun og Óðinn Andrason (MA) hlaut heiðursviðurkenningu.
Við óskum þessum keppendum innilega til hamingju með árangurinn