Það var gestkvæmt hjá okkur í MR í síðustu viku. Hópur nemenda og kennara frá Hersby Gymnasium í Lidingö í Svíþjóð kom í stutta heimsókn í skólann og hélt síðan í Skólaselið í Hveragerði þar sem þau dvöldu í góðu yfirlæti í nokkra daga. Þaðan fóru þau m.a. í dagsferðir að nýja hrauninu í Geldingadölum, í fuglaskoðun á Reykjanestá, í jöklagöngu á Sólheimajökli og auðvitað að Gullfossi, Geysi og á Þingvelli. Nemendur voru þó sammála um að gönguferð frá Selinu um Grensdal og Reykjadal hefði verið hápunktur ferðarinnar. Myndin sem fylgir er úr þeirri gönguferð. Við höfum verið í ákaflega vel heppnuðu Erasmus+ verkefni með Hersby skólanum og fáum vonandi tækifæri til að vinna meira með þeim á næstu árum.

Einnig fengum við góðan gest, Aitor Bilbao, sem er íþróttakennari og alþjóðafulltrúi síns skóla í Alicante. Aitor lét mjög vel af heimsókn sinni og mikill áhugi er á samstarfi milli skólanna.

Báðar heimsóknirnar voru styrktar af Erasmus+ áætluninni.