Í síðustu viku fengum við góða gesti frá Grikklandi, Belgíu, Portúgal og Serbíu í heimsókn. Þetta eru samstarfsfélagar okkar í verkefninu Digital Rediness for Europe distant learning.

Við kynntum fyrir þeim hvernig fjarkennslu var háttað hjá okkur í Covid og hvaða forrit og kerfi við værum að nota í skólastarfinu. Einnig gafst smá tími til að fara í skoðunarferðir og voru gestirnir allir hæstánægðir með heimsóknina.

Næsti fundur í verkefninu verður í Belgíu í febrúar 2022.