Þau ánægjulegu tíðindi hafa borist að umsókn skólans um aðild að Erasmus+ áætluninni hefur verið samþykkt. Aðild að Erasmus+ áætluninni felur í sér samkomulag milli skólans og Landsskrifstofu Erasmus+ sem tryggir skólanum fjármagn til evrópsks samstarfs á tímabilinu 2023-2027.

Skólinn hefur lagt fram áætlun um alþjóðastarf og sett fram markmið sem fela í sér að styðja við fjölbreytt námsframboð skólans, gefa nemendum tækifæri til að taka þátt í samstarfsverkefnum með evrópskum jafnöldrum og styðja við samstarf og endurmenntun starfsfólks.