Kæru nemendur,

Til hamingju með árangurinn!
Ég fagna því innilega að síðustu þrjár vikur hafa gengið vel í staðnáminu, engin smit hafa komið upp og
menn almennt verið hraustir. Bestu þakkir, kæru nemendur, fyrir ykkar þátt í því að þetta hefur gengið
svona vel. Ég geri mér grein fyrir að þið hafið fært fórnir, eruð orðin þreytt á grímunotkun og saknið
félagslífs. Ég vil hrósa forystu nemendafélaganna fyrir þeirra framlag í að koma hluta félagslífsins í rafrænt
form og að vera vakin og sofin yfir réttindum ykkar. Það er ekki auðvelt né skemmtilegt að vera í þeirra
sporum. En sameiginleg trú okkar allra er á að þetta tímabil taki enda, vonandi ekki eftir svo langan tíma.
Þið hafið öll staðið ykkur vel í að halda út þennan sérstaka tíma og því er mjög mikilvægt að við gefum ekki
eftir síðustu metrana.

Grímunotkun gengur vel hjá ykkur, ég minni ykkur á að sóttvarnir má bæta aðeins. Okkur hættir til að
gleyma okkur í því hve handþvottur er mikilvægur. Rifjið endilega upp þann tíma þegar við vorum öll að
horfa á myndbönd þar sem handþvottur var sýndur. Hann er líklega það mikilvægasta í öllum vörnum.
Verið bjartsýn, njótið þess að fá að vera saman lungann úr deginum og að fá tækifæri til að sækja skólann.
Jafnaldrar ykkar í nágrannalöndunum eru ekki svo heppnir.

Ég óska ykkur góðrar helgar og minni ykkur á mikilvægi hreyfingar.
Kær kveðja,
Elísabet Siemsen rektor