Á mánudaginn 29.ágúst tóku fjórir fyrrverandi nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.

Styrkþegar úr MR að þessu sinni eru þau Helga Margrét Ólafsdóttir (sem gat ekki verið viðstödd athöfnina), Hildur Gunnarsdóttir, Kristján Dagur Egilsson og Stefán Árni Arnarsson.