Á mánudaginn tóku ellefu fyrrverandi nemendur úr Menntaskólanum í Reykjavík við styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.
Styrkþegar úr MR eru:
Aleksandar Kirilov Stamenkov
Ashali Ásrún Gunnarsdóttir
Elísa Inger Jónsdóttir
Eva Mítra Derayat
Helena Björk Arnarsdóttir
Jovan Gajic
Katla Ólafsdóttir
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir
Leifur Már Jónsson
Matthías Andri Hrafnkelsson
Teresa Ann Frigge
Nánari upplýsingar um verðlaunin og verðlaunahafana eru á vef Háskóla Íslands: https://www.hi.is/frettir/vel_a_fjorda_tug_afreksnema_faer_styrk_til_nams_i_haskola_islands
Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með styrkinn og óskum þeim velfarnaðar í háskólanámi sínu.