Heimavinnuhjálp á vegum stærðfræðideildarinnar fyrir nemendur í 4. bekk eru sem hér segir:

Stoðtímar í stærðfræði fyrir 4. bekk eru í stofu C153 þriðjudaga og miðvikudaga kl. 15.25-16.25.

Frábært tækifæri til að fá aukahjálp við heimavinnuna og fleira tengt stærðfræðinni.

Allir velkomnir.

 

Námsver í íslensku

Námsver í íslensku fyrir 4. og 5. Bekk

Á þriðjudögum kl: 15:25-16:35 í stofu C253

Í upphafi verður boðið upp á upprifjun í málfræði í 4. bekk og aðstoð við Snorra-Eddu í 5. bekk.  Tímarnir hefjast á stuttri innlögn og nemendur fá aðstoð við heimanám.

 

Jafningjakennsla

Jafningjaráðgjafar verða með jafningjakennslu  í raungreinum, latínu og ef óskað er í öðrum greinum:

Tímar í latínu verða á þriðjudögum kl. 15:25 – 16:25 í stofu C202. Einnig verða tímar annan hvern miðvikudag kl. 12:15 – 12:55 í sömu stofu (25. sept, 9. og 23. okt, 6. og 20. nóv).

Tímar í raungreinum eru á mánudögum kl. 15:25 í stofu C201.