Föstudaginn 7. mars fóru spænskunemendur úr 6.AB (máladeild) og kennari á Spænskuhátíð sem haldin var þriðja árið í röð í Veröld (HÍ).
Þessi hátíð er í boði Spænska sendiráðsins á Íslandi og Háskóla Íslands, í sérstakri samvinnu við RANNÍS, UN Women Iceland og Félag spænskukennara á Íslandi.
Nemendur fengu alls kyns áhugaverðar kynningar á hátíðinni, hlustuðu á frábær tónlistaratriði og fengu paella í hádegismat.
Í ár unnu MR- inngar verðlaun fyrir langbesta veggspjaldið og fengu spænskunámskeið í háskólanum í Santiago de Compostela að launum. Þetta voru þau Arnar, Hrafnhildur, Berglind, Þórunn, Ingibjörg og Fjóla.
Við óskum þeim innilega til hamingju og hlökkum til að taka aftur þátt á næsta ári!