Úrslit liggja nú fyrir í forkeppni Landskeppni í eðlisfræði sem var haldin í framhalsskólunum þriðjudaginn 11.febrúar.

Að þessu sinni tóku þátt 138 keppendur úr 8 framhaldsskólum.

Árangur nemenda Menntaskólans var afar glæsilegur, af þeim 16 keppendunum sem verður boðið að taka þátt í úrslitakeppninni eru 9 af þeim frá MR. Úrslitakeppnin verður haldin í Háskóla Íslands 15.-16.mars. Hér að neðan má sjá nöfn þeirra sem komust áfram og óskum við þeim til hamingju með það.

Isor Smári Gurung 6.X
Tómas Friðrik Þorbjörnsson 6.X
Valur Einar Georgsson 6.X
Viðar Elí Bjarnason 5.M
Sigurður Baldvin Ólafsson 6.X
Davíð S. Hjálmtýsson 6.X
Anna Halina Koziel 6.X
Höskuldur Tinni Einarsson 5.Y
Jóakim Uni Arnaldarson 5.X

Varamenn
Magnús Thor Holloway         5.X