Kynningar fyrir nemendur í 10. bekk á námi og félagslífi í MR verða á eftirtöldum dögum:

  • Mán. 3. feb. kl. 16.00 – 17.00
  • Mið. 5. feb. kl. kl. 16.00 – 17.00
  • Fim. 6. feb. kl. 16.00 – 17.00
  • Mán. 10. feb. kl. 16.00 – 17.00
  • Þri. 11. feb. kl. 16.00 – 17.00
  • Mið. 12. feb. kl. 16.00 – 17.00

Á kynningunum fara námsráðgjafar skólans yfir námsframboð og skipulag námsins. Nemendur í 5. og 6. bekk kynna félagslífið og fylgja gestum í stutta gönguferð um húsnæðið.

Skráning fer fram á heimasíðu skólans, www.mr.is og hefst mánudaginn 27. janúar. Athugið að takmarkaður sætafjöldi er á kynningum og getum við því miður ekki tekið á móti forráðmönnum.

 

Opið hús

Opið hús verður fimmtudaginn 27. mars 17.00 – 18.30.