Foreldrafélag Menntaskólans í Reykjavík boðar til aðalfundar á Sal Menntaskólans í Reykjavík mánudaginn 14. október klukkan 20:00.

Dagskrá samkvæmt samþykktum:

1.       Fundur settur

2.       Kosning fundarstjóra og fundarritara

3.       Skýrsla stjórnar um störf hennar og starfsemi félagsins

4.       Reikningar lagðir fram til samþykktar

5.       Ákvörðun félagsgjalds

6.       Starfsáætlun lögð fram til kynningar og afgreiðslu

7.       Stjórnarkjör

8.       Breytingar á samþykktum félagsins

9.       Önnur mál

Einfaldur meirihluti félagsmanna ræður úrslitum mála á aðalfundi og eru félagsmenn sjálfkrafa allir foreldrar og forráðamenn nemenda skólans, nema þeir skrái sig sérstaklega úr félaginu.

Stjórn félagsins skipa a.m.k. sjö félagsmenn. Framboð til stjórnar skal berast…með sannanlegum hætti á tímabilinu frá skólasetningu að hausti og eigi síðar en á aðalfundi. Stjórn skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnarmenn skulu kosnir í einu lagi nema meirihluti fundarmanna á aðalfundi ákveði annað. Stjórn skal skipuð formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og a.m.k. þremur meðstjórnendum. Stjórnarmenn skipta með sér verkum. Stjórnin stýrir félaginu í umboði aðalfundar í samræmi við starfsáætlun og samþykktir félagsins“.

Tilkynningar um framboð og tillögur sem á að leggja fyrir fundinn skulu sendar á helgarun (hjá) gmail.com.

Reykjavík, 29. september 2024