Kennarar úr MR fóru til  Grikklands í janúar vegna verkefnisins  DIGI.R.E.DI. L sem stendur fyrir „Digital Readiness for European Distance Learning“. Þetta verkefni er samstarfsverkefni skóla í Grikklandi, Belgíu, Serbíu, Portúgal auk Íslands.

Lykilmarkmið þessa alþjóðlega samstarfs er að styrkja stafræna hæfni kennara og nemenda með nýjum hugbúnaði, verkfærum og aðferðum sem hægt er að nota til að auðvelda fjarnám og auka gæði þes og skilvirkni.

Samstarfsskólarnir deila þekkingu sinni og reynslu í ICT menntun og þróa saman kennsluefni með mismunandi hugbúnaði sem er kynntur og kennt á í móttökuskólanum.

Sjá nánari upplýsingar „Digital Readiness for European Distance Learning“ Erasmus+ | EPALE (europa.eu)