Íslenskudeildin var með nýyrðasamkeppni á degi íslenskrar tungu. Nemendur áttu að finna nýyrði fyrir airpods.

Veitt voru tvenn verðlaun, annars vegar fyrir fallegasta orðið og hins vegar fyrir notendavænsta orðið.

 

Fallegasta orðið:  Ómvölur

Þór Ástþórsson, 4.C

„Ómvölur“. Auðskilið orð sem nær fram sömu merkingu. Völur eru léttar, litlar og hvítar og minna þannig verulega á AirPods, einnig minna þær á baunir eða belgi sem væri beinþýðing á pod. Svo þegar þeim er skellt saman framleiða þær álíka hljóð og AirPods gera þegar þeim er skellt saman. Ómur er svo bara fislétt og fallegt hljóð.

 

Notendavænsta orðið: Hlubbar

Svanhildur Margrét, 4.D.

„Hlubbar“, samsett úr „hlusta“ og „stubbar“.

 

Önnur skemmtileg orð sem bárust og okkur þykir vert að nefna: 

Hljóðormar

Hljóðsniglar

Hljóðpúðar

Heyrnalokkar

Heyrnakuðungur

Eyrnakonfekt

Smátalari/Smátalarar

Íbein

Heyrnapinnar

Stuðpinnar

Tónstönglar

Eyrnapöddur

Eyrvarp

Bragabræður

Eyrnamergsseglar

Örglymur (sbr. Glymskratti)

Skrafarar

Heyrigeiri