Kæru nemendur og forráðamenn
Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna.
Nú herjar veiran á okkur sem aldrei fyrr og margir hafa veikst síðustu daga. Veikindi önnur en Covid verða áfram tilkynnt í gegnum INNU líkt og áður þ.e. ef um veikindi er að ræða í heilan dag þá veljið þið „Skrá veikindi“ en ef um staka tíma er að ræða t.d. vegna ferðar til læknis þá veljið þið „Sækja um leyfi“.
Ef um Covid er að ræða þarf sömuleiðis að tilkynna í gegnum INNU þ.e. velja „Skrá veikindi“ og setja „Einangrun“ í athugasemdardálkinn en ef um sóttkví er að ræða setja „Sóttkví“ í athugasemdardálkinn. Sama dag og ég sé annað hvort einangrun eða sóttkví í athugasemdardálknum mun ég hafa samband við forráðamann eða nemandann ef hann er lögráða. Einnig mun ég tilkynna kennurum viðkomandi nemanda ef um einangrun eða sóttkví er að ræða.
Jafnframt vil ég benda á að ef nemandi er í sóttkví eða einangrun en einkennalítill er best að fylgjast með framvindu námsins í gegnum INNU en þar er heimanám skráð sem og verkefni og önnur gögn sett inn.
Og svona að lokum þá þýðir ekkert annað en að taka einn dag í einu og vera á jákvæðum nótum – hlakka til að sjá ykkur 😊
Bestu kveðjur, Ólöf Erna kennslustjóri