Árni Indriðason sögukennari lést 4. desember s.l. Árni hóf sögukennslu við skólann 1977 og hætti störfum fyrir skemmstu. Árni gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum auk kennslu. Árni var hafsjór af fróðleik um sögu skólans og var hvatamaður að því að hefja vinnu við fimmta bindi af sögu Reykjavíkurskóla. Við söknum vinar og góðs drengs.
Útför Árna fer fram frá Neskirkju mánudaginn 16. desember næstkomandi. Skrifstofa skólans verður lokuð.