Lára Kristín Ragnarsdóttir, 5.A, hlaut sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir listfengi í frönskukeppni framhaldsskólanema.

Félag frönskukennara á Íslandi stendur að keppninni í samstarfi við Sendiráð Frakklands á Íslandi og Alliance française í Reykjavík. Keppnin er haldin árlega og var þemað í ár sýn nemenda á framtíðina.

Veitt eru verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti en í ár vildi dómnefndin bæta við verðlaunum fyrir Láru og fékk hún myndasöguna sína innrammaða, myndasögu á frönsku og gjafaöskju með litum.

Við óskum Láru Kristínu innilega til hamingju með þessa viðurkenningu!