Sendiràð Frakklands à Íslandi hefur undanfarin àr staðið fyrir viðburði til heiðurs þeim stúdentum í framhaldsskólum landsins sem sýndu afburða àrangur í  frönsku à stúdentsprófi. Móttakan í  àr fór fram í húsakynnum Alliance française í Tryggvagötu, fimmtudaginn 6. júní. Patrick Le Ménès, sendiràðunautur, afhenti nemendum viðurkenningu og bók að gjöf.

Í ár voru þrír nemendur frá MR verðlaunaðir fyrir framúrskarandi árangur, Freyja Kvaran, Helga Kjaran Birgisdóttir og Sigrún Klausen sem var fjarverandi. Við óskum þeim öllum innilega til hamingju með þennan flotta árangur.