Trausti Þorgeirsson hefur verið ráðinn konrektor við Menntaskólann í Reykjavík frá 1. ágúst.

Trausti er verkfræðingur að mennt og hefur auk þess lokið námi í stjórnun menntastofnanna. Hann hóf störf við skólann árið 2007 og hefur kennt bæði stærðfræði og tölvufræði.  Auk þess hefur hann verið prófstjóri undanfarin 14 ár. Trausti hefur einnig sinnt ýmsum trúnaðarstörfum sem rektor hefur falið honum.

Við bjóðum Trausta hjartanlega velkominn til nýrra starfa á sínum gamla vinnustað.