Kynning fyrir nýnema fer fram þriðjudaginn 20. ágúst kl. 11:30 í heimastofum bekkja. Þar hitta nýnemar bekkjarfélaga sína og umsjónarkennara. Einnig fá nýnemar afhentar stundatöflur og  stutta kynningu á því sem er framundan hjá þeim í skólanum.  Listi með bekkjarstofum nýnema verður settur upp í anddyri Gamla skóla og Casa Nova á þriðjudagsmorgun og auk þess aðstoðar starfsfólk skólans við að vísa nemendum áleiðis í stofur.

Skólasetning fer fram í Dómkirkunni klukkan 14 sama dag. Nemendur og starfsfólk skólans safnast saman fyrir framan skólann kl. 13:50 og ganga saman yfir í Dómkirkjuna. Eftir skólasetningu fá nemendur í 5. og 6. bekk afhentar sínar stundatöflur í heimastofum sínum.

Athugið að skólinn er lokaður frá 10:30 mánudaginn 19. ágúst vegna starfsmannaferðar.