Sýningin Mín framtíð verður haldin dagana 13. – 15. mars og við verðum að sjálfsögðu á staðnum til að kynna námsframboð við skólann.
Fyrstu tvo dagana koma grunnskólanemendur úr 9. og 10. bekk víðsvegar af landinu á sýninguna en laugardaginn 15. mars er fjölskyldudagur og er sýningin þá opin öllum þeim sem hafa áhuga.
Sýningin er opin 8:30-16 á fimmtudeginum, 9-16 á föstudeginum og 10-15 á laugardeginum.
Endilega kíkið í heimsókn til okkar á sýningunni.