Þann 2. mars fóru nemendur með þýskukennurum sínum, Izabelu og Ásdísi, til München. Ferðin var hluti af valáfanga í þýsku í 6. bekk. Nemendur upplifðu margt sem tengist þýskri menningu og kynntust München. Nemendahópurinn skoðaði m.a. gamla bæinn, Þýska safnið, BMW safnið, grasagarðinn, hallargarðinn og höllina Nymphenburg, enska garðinn og Ólympíugarðinn. Auk þess tóku nemendur þátt í verkefnum og leik.

Ferðin gekk mjög vel og nemendur voru til fyrirmyndar.