Í öllum vatnslausnum eru bæði oxóníumjónir, H3O+, og hýdroxíðjónir, OH-.
Í hreinu vatni er jafnmikið af báðum jónunum.
Við 25°C er [H3O+] = [OH-] = 1·10-7M.
Margfeldi styrks jónanna er:
Sýrustigið er miðað við styrk oxóníumjóna í lausninni:
Reiknaðu eftirfarandi dæmi og skráðu svörin í reitina.
Athugaðu að notaður er punktur í tugabrotum í stað kommu.
Í eftirfarandi skema geturðu kannað hvort þú hefur reiknað dæmi rétt sem eru fólgin í því að þú veist
eina af stærðunum pH, [H3O+] eða [OH-] og getur þá reiknað hinar tvær.
Dæmi:
Reiknaðu [H3O+] og pH í lausn sem er 0,01M NaOH.
Í lausninni er [OH-] = 0,01M þar sem NaOH er rammur basi
þá er [H3O+] = 1·10-14/0,01 = 1·10-12M
og þar með er sýrustigið pH = -log[H3O+] = -log1·10-12 = 12,
Skráðu tölurnar úr dæminu í reitina og kannaðu hvernig forritið vinnur, en það reiknar með þremur marktækum tölustöfum.
Athugaðu að nota punkt í tugabrotum
og tala eins og 1·10-12 er skráð inn sem 1e-12.
Forritið reiknar ef smellt er með músinni utan við reitinn sem skráð er í.
Dæmi