Formúlumassi efnis er samanlagđur massi atómanna sem eru í formúlu ţess.
Formúla vatns er H2O en í henni eru tvö vetnisatóm og eitt súrefnisatóm.
Formúlumassi vatns er 2•1,0 u + 16,0 u = 18,0 u.
Einingin u er atómmassaeining sem passar fyrir massa atóma á svipađan hátt og einingin kg hentar fyrir massa mannslíkama.
Einingin u er valin ţannig
ađ minnsta atómiđ er um 1 u.
1 u er skilgreint sem einn tólfti (1/12)
af massa kolefnisatómsins C-12, ţar međ er massi C-12 nákvćmlega 12 u.
Samband atómmassaeiningarinnar viđ gramm er: 1,0 u = 1,66•10-24 g.
Hver er formúlumassi brennisteinssýrusameindar?
Formúla sameindarinnar er H2SO4
Skráđu í eftirfarandi töflu fjölda atóma af hverri gerđ og atómmassa sem ţú finnur í lotukerfinu.
Forritiđ reiknar formúlumassann út frá gefnum tölum ţegar smellt er á hnappinn „Reikna“.
Reitur má vera auđur ef talan 1 á ađ koma í hann og reiknađ er međ einum aukastaf. Notađur er punktur í tugabrotum en ekki komma.
Hver er formúlumassi sítrónusýru?
Formúla sameindarinnar er C6H8O7
Hver er formúlumassi járn(III)hýdroxíđs?
Efniđ er gert úr jónunum Fe3+ og OH– sem mynda kristalla.
Í formúlu er skráđ minnsta heila hlutfall jónanna í kristallinum.
Myndin á ađ sýna örlítiđ brot úr járn(III)hýdroxíđkristalli.
Járn(III)hýdroxíđ er jónaefni međ formúluna Fe(OH)3
Hver er formúlumassi tin(IV)fosfats?
Tin(IV)fosfat er jónaefni međ formúluna Sn3(PO4)4
Efniđ er gert úr jónunum Sn4+ og PO43– sem mynda kristalla.
Hver er formúlumassi laufgrćnu?
Laufgrćna-b er efniđ sem gefur plöntum grćnan lit.
Formúla laufgrćnu er: C55H70MgN4O5