Efnafræðideild
Safn
Eðlismassi
Hugtök
Eindir
Rafeindaskipan
Efnajöfnur
Jónaefni
Nöfn
Formúlumassi
Mólfjöldi
Hreyfing
Kraftlögmálið
Mól og mólmassi
- Atómin eru örsmá.
- Þvermál gullatóms er 288 pm, (p = 10–12).
- Milljón gullatóm í beinni röð eru aðeins 0,29 mm.
- Gullatóm vegur 197 u sem jafngildir 3,27•10–22 grömmum.
- Hversu mörg gullatóm vega 197 g?
Auðvelt er að reikna hvað ákveðinn fjöldi efniseinda af sömu
gerð vegur mörg grömm með því að margfalda saman fjölda og massa eindanna.
Í eftirfarandi forriti geturðu gert það á fljótlegan hátt.
Skráðu inn í reitina heiti efnis, formúlumassa og fjölda efniseinda.
Prófaðu eftirfarandi fyrir súrefnissameindir:
Heiti efnis: súrefni
Formúlumassi: 32
Fjöldi: 10
Prófaðu svo vaxandi fjölda: 1000 (þúsund), 1e6 (milljón), 1e9 (milljarð), 1e12 (billjón), 1e18 (trilljón),
6.02e23 (sex hundruð og tvö þúsund trilljónir).
Fjöldinn sex hundruð og tvö þúsund trilljónir eða 6,02•1023
gefur sama gildi í grömmum eins og formúlumassinn er í u.
Þessi fjöldi er nefndur mól. Eitt mól er fjöldi atóma í nákvæmlega 12 grömmum af kolefni-12.
1,00 mól = 6,02•1023
- Talan mól er valin þannig að eitt mól efniseinda vegur
jafnmikið í grömmum eins og formúlumassi eindarinnar er í u.
- Súrefnissameind vegur 32 u, mól súrefnissameinda vegur 32 g, súrefni er því 32 g/mól.
- Massi eins móls efniseinda af ákveðinni gerð er mólmassi eindarinnar sem hefur sama gildi og formúlumassi hennar í u.
- Formúlumassi vatns er 18 u, vatn er 18 g/mól, 18 grömm eða 18 mL vatns er eitt mól vatnssameinda.
Vatnssameind
er 18 u.
Í glasinu eru 18 mL eða 18 g af vatni
sem er eitt mól vatnssameinda.
10 vatnssameindir eru 180 u.
Formúlumassi sykurs, C
12H
22O
11, er 342 u
Sykur er 342 g/mól.
Í skálinni eru 342 grömm sykurs
sem er eitt mól sykursameinda.
Samband mólfjölda, massa og mólmassa
Mól af efni er magn sem auðvelt er að mæla.
Hversu mörg mól eru í ákveðnum massa efnis?
Hvað eru mörg mól af vatnssameindum í 100 g af vatni?
Með því að deila formúlumassa, M, í massa, m, fæst mólfjöldi efnis, n.
Mólfjöldi efnis er einnig nefndur efnismagn þess.
100 g af vatni eru:
- Með forritinu hér á eftir má kanna sambandið á milli mólfjölda, massa og mólmassa.
- Ef tvær stærðanna eru gefnar í dæmi á að reikna þá þriðju og skrá þær allar í reitina.
- Rétt er að skrá seinast þá tölu sem reiknuð er út.
- Þegar smellt er utan við reit sem tala hefur verið skráð í þá birtist athugasemd í svarglugga.
- Athugaðu að í tugabrotum er notaður punktur í stað kommu.
- Þegar stórar eða litlar tölur eru skráðar inn má nota ritháttinn e í veldi, 13600000 =1.36e7 eða 0,00000763 = 7.63e-6.
- Byrja þarf á að skrá inn fjölda marktækra tölustafa en reiknað er með óvissunni ±5 á seinasta staf.
Dæmi
- Hvað eru mörg mól af vatnssameindum í 1,24 kg af vatni?
- 1,80 mól af efni vegur 248 g. Hver er mólmassi efnisins?
- Hvað vega 4,845 mól af sykri (súkrósa) mörg grömm?
- Í íláti eru 564 g af pentani, C5H12. Hversu mörg mól af pentani eru í ílátinu?
- Hvað eru 5,62 tonn af sykri mörg mól?
- Hvað eru 4,62 µg af arseni, As, mörg mól?
Hversu stór er talan mól í raun og veru?
Flatarmál Íslands er 103000 km2.
Hversu djúpur snjór er eitt mól af snjókornum sem fellur jafnt á landið?
Reiknum með að stærð snjókorns sé einn rúmmillimetri eða 1•10-9 m3
þar með hefur mól af snjókornum rúmmálið 6•105 km3
eða sexhundruð þúsund rúmkílómetra.
Ef móli af snjókornum er dreift jafnt á landið verður snjódýptin 5,8 km!
Talan mól er mjög stór vegna þess að atómin eru svo afarlítil.