Með eftirfarandi forriti má kanna sambandið á milli
heildarkrafts sem verkar á hlut, massa hlutarins og hröðunar sem hann fær þ.e.s. 2. lögmál Newtons.
Ef tvær stærðirnar eru gefnar má reikna þá þriðju og skrá þær allar í reitina.
Þegar smellt er utan við reit sem tala hefur verið skráð í þá birtist athugasemd.
Athugaðu að í tugabrotum er notaður punktur í stað kommu.
Byrja þarf á að skrá inn fjölda marktækra tölustafa en reiknað er með óvissunni ±5 á seinasta staf.
Dæmi
40,0 kg hlutur er dreginn með 100,0 N krafti eftir núningslausum láréttum fleti. Hvaða hröðun fær hluturinn?
Bíl, sem vegur 1,20 tonn er ekið eftir láréttum vegi. Bílstjórinn hemlar og verkar þá á bílinn - 9600 N núningskraftur. Hvaða hröðun fær bíllinn?
Togað er í hlut með 78 N láréttum krafti. Hluturinn er á núningslausu láréttu borði og fær hann hröðunina 2,4 m/s2. Hver er massi hlutarins?
56,4 kg hlutur er dreginn eftir láréttu gólfi og fær við það hröðunina 4,20 m/s2. Hversu stór láréttur heildarkraftur verkar á hlutinn?
Hver er massi hlutar ef þyngdarkrafturinn sem verkar á hann við yfirborð jarðar er 1640 N?
Geimfari fylgist með líkamsástandi sínu með því að mæla hröðunina sem hann fær þegar verkar á hann ákveðinn kraftur. Hver er massi geimfarans ef hann fær hröðunina 3,2 m/s2 þegar verkar á hann 230 N kraftur?
Verkefni 2
Kraftur á milli rafhleðsla
Tvær jákvætt hlaðnar kúlur Q1 og Q2 eru nálægt hvor annarri.
Það vantar tvöfalt fleiri rafeindir á kúlu eitt en kúlu tvö þannig að hleðsla þeirra verði núll eða m.ö.o. rafhleðslan á Q1 er tvöfalt stærri en á Q2.
Veldu myndina sem lýsir best kröftunum sem verka á milli kúlnanna með því að smella á hring í eftirfarandi lista? Útskýrðu svarið.