Stærðin eðlismassi er oft nefnd þéttleiki efnis vegna þess að hún gefur upplýsingar um hversu þétt efnið er í sér eða hversu mikill massi er á rúmmálseiningu.
Með eftirfarandi forriti má kanna sambandið á milli massa, rúmmáls og eðlismassa efna.
Ef tvær af stærðunum eru gefnar í dæmi má reikna þá þriðju og skrá þær allar í reitina.
Þegar stærð er skráð inn eða breytt og þegar einingu er breytt reiknar forritið út frá hinum stærðunum og ber þá útkomu saman við stærðina sem var skráð inn eða breytt.
Þá stærð sem reiknuð er út er rétt að skrá inn seinast.
Þegar smellt er utan við reit sem tala hefur verið skráð í eða ef einingu er breytt í þá birtist athugasemd.
Athugaðu að í tugabrotum er notaður punktur í stað kommu.
Byrja þarf á að skrá inn fjölda marktækra tölustafa en reiknað er með óvissunni ± 5 á seinasta staf.
Dæmi
0,642 m3af efni vega 1,48•103 kg. Hver er eðlismassi efnisins?
Eðlismassi kopars er 8,92 kg/dm3. Hvað eru 548 kg margir rúmmetrar?
Eðlismassi gulls er 19,32 g/cm3. Hvað vega 28,74 cm3 mörg kílógrömm?
Rúmmál kjarna í silfuratómi er 1,0•10-41m3 og massi hans er 1,8•10-25kg. Hver er eðlismassi silfurkjarna í einingunni tonn/cm³?