Menntaskólinn í
 Reykjavík
  Efna- og eðlisfræði - Nátt 123

Rafeindaskipan atóma

Hvel eða
orkuhæð
s-svigrúm p-svigrúm d-svigrúm f-svigrúm Eðalgas sem
lota endar á
7.


7s
7p



6d



5f
 
6.


6s
6p



5d



4f
[Rn]
5.

5s
5p


4d
  [Xe]
4.

4s
4p


3d
  [Kr]
3.
3s
3p
    [Ar]
2.
2s
2p
    [Ne]
1. 1s       [He]
Skráðu inn tákn frumefnis:
Frumefnið heitir:


Að rita rafeindaskipan frumefna

Hugsaðu þér að þú getir fjarlægt allar rafeindir frá atómi og raðað þeim síðan aftur í atómið þá lenda fyrstu rafeindirnar í innsta svigrúm þar sem stöðuorkan er minnst. Síðan koma rafeindirnar hver eftir aðra í svigrúmin utar í atóminu.
Þegar rituð er rafeindaskipan frumefnis eru svigrúmin skráð sem rafeindir eru í og hversu margar rafeindir eru í hverju svigrúmi.
Gallín, Ga, hefur rafeindaskipanina: 1s2 2s2 2p6 3s2 3p6 4s2 3d10 4p1.
Rafeindir í ysta hveli ráða eiginleikum atóms. Ef vitað er í hvaða svigrúmum þær eru má lesa úr því hverrar gerðar atómið er. Þess vegna nægir að gefa upp rafeindir í ysta hveli en venja er að rita einnig tákn eðallofttegundar sem er næst á undan efninu.
Þá er rafeindaskipan gallíns: [Ar] 4s2 3d10 4p1.
Seinasta rafeindin sem gallín tekur við lendir í p-svigrúmi þess vegna er gallín í p-hluta lotukerfisins.

Einnig má sýna rafeindaskipan með javasnifsum


Verkefni

Ritaðu í reitina fremst í eftirfarandi töflu tákn þeirra atóma sem hafa rafeindaskipanina sem skráð er á eftir reitnum.

[He] 2s2 2p4
[Ne] 3s2 3p1
[Ar] 4s2 3d6
[Ar] 4s2 3d10 4p3
[Kr] 5s2
[Kr] 5s2 4d10
[Xe] 6s1
[Xe] 6s2 4f14 5d8
[Xe] 6s2 4f14 5d10 6p2
[Kr] 5s2 4d10 5p5
 

Athugasemd:

EFST

© Björn Búi Jónsson, bjornbui@ismennt.is