Menntaskólinn í
 Reykjavík
  Efna- og eðlisfræði - Nátt 123

Eindir í atómum

Atómin eru örsmá, þvermál þeirra er aðeins brot úr nanómetra, t.d. er radíus vetnis 0,079nm og radíus kalsíns 0,33nm.
Atómin eru kúlulaga og að mestu leyti tómarúm.

Í miðju atóms er kjarni og er þvermál hans aðeins um einn hundraðþúsundasti af þvermáli atómsins.
Umhverfis kjarnann sveima mínushlaðnar rafeindir sem mynda rafeindaský.
Í kjarnanum eru plúshlaðnar róteindir og óhlaðnar nifteindir.

Næstum allur massi atóms er í kjarna þess, vegna þess að róteind og nifteind eru um það bil 1840 sinnum þyngri en rafeind en róteind og nifteind hafa svipaðan massa.
Massatala atóms er samanlagður fjöldi róteinda og nifteinda þess.

Frumefnin eru rúmlega 100 og hvert þeirra hefur ákveðinn fjölda róteinda í kjarnanum. Þegar atómum er raðað í sæti í lotukerfið verður sætistalan jöfn fjölda róteinda.

Nifteindir frumefnis geta verið mismunandi margar, t.d. eru í náttúrunni tvær gerðir klóratóma. Önnur gerðin hefur 18 nifteindir í kjarnanum og er með massatöluna 35 en hin hefur 20 nifteindir í kjarnanum og er með massatöluna 37. Þessar tvær gerðir eru samsætur klórs, þær eru báðar í sama sæti í lotukerfinu.

Á eftirfarandi mynd eru sýndar teikningar af hvernig við getum hugsað okkur samsætur vetnis.

Samsætur vetnis

Jafnmargar róteindir og rafeindir eru í óhlöðnu atómi en atómið er plúshlaðin jón ef rafeindirnar eru færri en róteindirnar og mínushlaðin jón ef rafeindirnar eru fleiri en róteindirnar.

Sætistala = fjöldi róteinda.

Massatala = fjöldi róteinda + fjöldi nifteinda.

Hleðsla jónar = fjöldi róteinda - fjöldi rafeinda.

Skráðu í minni reitina í eftirfarandi töflu tákn eða tölu sem á við í hverju tilviki.

Atóm eða jón  Sætistala   Fjöldi
róteinda 
Fjöldi
nifteinda 
Fjöldi
rafeinda 
Massatala 
P 
Sætistala
 
15 
Niftei.
 
Rafei.
 
31 
Atóm
 
32 
Rótei.
 
Niftei.
 
Rafei.
 
70 
Ge 
Sætistala
 
Rótei.
 
Niftei.
 
Rafei.
 
73 
S2- 
Sætistala
 
Rótei.
 
16 
Rafei.
 
Massat.
 
Ba2+ 
Sætistala
 
56 
81 
Rafei.
 
Massat.
 
Atóm
 
Sætistala
 
Rótei.
 
143 
Rafei.
 
235 
U4+ 
Sætistala
 
Rótei.
 
146 
Rafei.
 
Massat.
 

Athugasemd:

EFST

© Björn Búi Jónsson, bjornbui@ismennt.is