Menntaskólinn í
 Reykjavík
  Efnafræði í 3. og 4. bekk

Hlutföll í efnahvarfi 1

PDF-skjal til útprentunar

Við bruna ammoníaks myndast niturmónoxíð og vatn

4NH3(g) + 5O2(g) —> 4NO(g) + 6H2O(g)

Með hlutfallareikningi er reiknað hversu mikið hvarfast eða myndast af efnum þegar þekkt magn af öðru efni hvarfast eða myndast.
Við bruna ammoníaks má t.d. reikna hversu mikið af súrefni hvarfast og hversu mikið af niturmónoxíði og vatni myndast þegar þekktur massi af ammoníaki hvarfast.

Í 136 g af ammoníaki eru 8,0 mól ammoníaksameinda.
Stuðlarnir í jöfnunni gefa hlutföll á milli sameinda efnanna og þar með milli mólfjölda sameindanna. Fjögur mól af ammoníaki hvarfast við fimm mól súrefnis og það myndast fjögur mól niturmónoxíðs og sex mól vatns. Við útreikning er einfaldast að deila í jöfnuna með stuðlinum sem stendur við efnið sem er gefið. Massi ammoníaks er þekktur og eftir styttingu er jafnan:

1NH3(g) + 5/4O2(g) —> 1NO(g) + 6/4H2O(g)

Nú sést að eitt mól ammoníaks hvarfast við 5/4 mól súrefnis og það myndast eitt mól niturmónoxíðs og 6/4 mól af vatni.
Samkvæmt efnajöfnunni hvarfast ammoníak við súrefni og myndar ætíð niturmónoxíð og vatn í þessum sömu hlutföllum.

8,0 mól NH3(g) hvarfast við 5/4•8,0 = 10 mól O2(g)

það myndast 8,0 mól af NO(g) og 6/4 •8,0 = 12 mól H2O(g).

Í eftirfarandi töflu er gefið magn af einu efni í hvarfinu annað hvort í mólum eða grömmum. Reiknaðu hversu mikið af öðrum efnum kemur við sögu í hverju tilviki og skráðu í töfluna.
Notaður er punktur í tugabrotum en ekki komma. Ef rétt tala er skráð í reit birtist :) reitnum fyrir framan töluna þegar smellt er á athuga.

4NH3(g) + 5O2(g) —> 4NO(g) + 6H2O(g)
Hvarfefni Myndefni
Efnismagn
NH3
mól
    Massi    
NH3
g
Efnismagn
O2
mól
    Massi    
O2
g
Efnismagn
NO
mól
    Massi    
NO
g
Efnismagn
H2O
mól
    Massi    
H2O
g
8.0 136 5/4•8=10 320 4/4•8=8 240 6/4•8=12 216
1.00
85.0
0.600
640
756


© Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is