Gaslögmálið gildir um kjörgas og gefur samband á milli stærðanna þrýstingur, rúmmál, fjöldi efniseinda og hiti. Með forriti á vefsíðunni er þetta samband kannað.
Skráðu inn í eftirfarandi form stærðirnar sem eru gefnar í dæminu og síðan það sem þú reiknar út.
Kannaðu hvort þín niðurstaða er í samræmi við það sem forritið reiknar.
Notaður er punktur í tugabrotum en ekki komma.
Sjálfgefinn fjöldi marktækra tölustafa í samanburði sem forritið gerir er 2
og er það jafnframt minnsti fjöldi sem reiknað er með en auka má nákvæmnina í 4 stafi.
Athugaðu að við umreikning milli eininga koma fram fleiri tölustafir en marktækir stafir tölunnar sem þú skráir inn.
Gasjafnan, 44kB-pdf skjal með verkefnum til útprentunar.
Á vefsíðunni Temperature and Absolute Zero er forrit sem sýnir hvernig hiti hefur áhrif á hreyfingu sameinda í lokuðu íláti.