Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 4. bekk

Heimaverkefni 1 við 10. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 10. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hver eða hverjir eftirfarandi eiginleika einkenna gastegundir?

  1. Gastegund er auðvelt að þjappa saman.
  2. Tiltölulega langt bil er á milli gassameinda.
  3. Gastegundir, sem ekki hvarfast við blöndun, mynda einsleita blöndu þrátt fyrir það að þær hafi mismunandi eiginleika.
  4. Allir fyrrnefndir eiginleikar eiga við gastegundir.
  5. Enginn fyrrnefndra eiginleika á við gastegundir.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Hversu háa vatnssúlu þarf til að gefa sama þrýsting og 760 mmHg? Eðlismassi vatns er 1,00 g/mL og kvikasilfurs 13,6 g/mL.

  1. 29,92 tommur
  2. 760 mm
  3. 10,3 m
  4. 1,00 atm
  5. 55,9 mm
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Í Bandaríkjunum er algengt að gefa loftþrýsting í tommum kvikasilfurs. Á góðviðrisdegi í Chicago stendur loftvog í 30,45 tommum. Hver er þá loftþrýstingurinn í torr?

  1. 30,45 torr
  2. 77,34 torr
  3. 103,1 torr
  4. 773,4 torr
  5. 11,99 torr
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

67 kg kona er í skóm með háa hæla. Göngulag konunnar er þannig að öll þyngd hennar hvílir örlitla stund eingöngu á örum hælnum. Hver er þrýstingurinn undir hælnum þegar öll þyngdin hvílir á honum ef flatarmál hælsins er 2,0 cm2?

  1. 18,3 Pa
  2. 3,3 MPa
  3. 1,86 · 103 kPa
  4. 930 kPa
  5. 1,40 · 104 Pa
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Bróm er annað af tveimur frumefnum sem er á fljótandi formi við stofuhita. Bróm hefur eðlismassann 3,03 g/mL. Hvaða þrýsting gefur 1000 mm súla af brómi?

  1. 5,91 atm
  2. 0,293 atm
  3. 223 atm
  4. 1,32 atm
  5. 14,49 · 103 atm
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Í 20,5 L íláti er gas við 737 torr þrýsting. Hvert þarf rúmmál ílátsins að verða til að þrýstingur aukist í 1,80 atm án þess að hiti og mólfjöldi breytist?

  1. 38,1 L
  2. 20,5 L
  3. 8394 L
  4. 0,0501 L
  5. 11,0 L
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Í bullustrokki eru 55,60 L af gasi við 22°C. Hvert verður rúmmálið í strokknum ef hitinn er hækkaður í 38°C án þess að þrýstingur breytist?

  1. 52,7 L
  2. 55,6 L
  3. 96,0 L
  4. 58,6 L
  5. 32,2 L
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Blaðra með lofti er 4,39 L við 44°C og 729 torr þrýsting. Hver þarf hiti loftsins í blöðrunni að verða svo rúmmál hennar verði 3,78 L við óbreyttan þrýsting?

  1. 51,1°C
  2. 0°C
  3. 273°C
  4. 38°C
  5. 95,2°C
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

50,75 g af gastegund eru 10,0 L við STP. Hversu margir lítrar eru 129,3 g af sömu gastegund við STP.

  1. 3,92 L
  2. 50,8 L
  3. 5,08 L
  4. 12,9 L
  5. 25,5 L
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Gassýni er 0,600 L við 46°C og 0,88 atm þrýsting. Hvert verður rúmmál sýnisins við 0°C og 0,205 atm?

  1. 2,58 L
  2. 0,600 L
  3. 0,140 L
  4. 0,513 L
  5. 2,20 L
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Athugaðu efnahvarfið:
2NO(g) + 2H2(g) --> N2(g) + 2H2O(g)
Hvaða rúmmál af vetni þarf til að hvarfast við 10,0 L af NO og hvaða rúmmál myndast þá af N2 ef allar gastegundirnar eru mældar við 300°C?

  Rúmmál vetnis
VH2
Rúmmál niturs
VN2
a 5,0 L 10,0 L
b 10,0 L 20,0 L
c 10,0 L 5,0 L
d 10,0 L 10,0 L
e 5,0 L 5,0 L
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Nitur hvarfast við vetni og myndar ammóníak samkvæmt efnajöfnunni:
N2(g) + 3H2(g) --> 2NH3(g)
Hvaða rúmmál þarf af vetni til að hvarfast við 3,00 L af nitri og hversu margir lítrar myndast þá af ammóníaki ef allar lofttegundirnar eru mældar við 200°C og 12,0 atm þrýsting?

  Rúmmál vetnis
VH2
Rúmmál ammóníaks
VH3
a 1,00 L 1,50 L
b 9,00 L 6,00 L
c 6,00 L 9,00 L
d 3,00 L 6,00 L
e 3,00 L 3,00 L
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur:
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!