Menntaskólinn í Reykjavík Menntaskólinn í
Reykjavík
     Efnafræði í 3. og 4. bekk

Heimaverkefni I, við 5. kafla

Nafn:________________________________

Eftirfarandi 12 krossaverkefni eiga við námsefni 5. kafla. Opna má leiðbeiningu við hverja spurningu.
Svaraðu fyrst öllum spurningum, sem þú getur, án þess að nota leiðbeiningar og kannaðu hvaða árangri þú nærð. Ef þú hefur ekki náð að svara öllu rétt þurrkaðu þá út svörin og endurtaktu verkefnið en opnaðu leiðbeiningar í þeim tilvikum sem þú ert ekki viss um rétt svar.
Ef enn vantar upp á að þú hafir svarað öllum spurningum rétt berðu þá þín svör saman við réttu svörin og reyndu að átta þig á hvers vegna þú svarar rangt.

1.

Hver er breyting innri orku kerfis, ΔE, og hvort er um að ræða innvermið eða útvermið efnahvarf þegar það tekur til sín 10,0 kJ af orku án þess að vinna vinnu á umhverfið?

  1. -10,0 kJ, útvermið
  2. 10,0 kJ, útvermið
  3. -10,0 kJ, innvermið
  4. 10,0 kJ, innvermið
  5. 12,0 kJ, innvermið
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

2.

Blaðra er hituð með 320 J af varma og um leið þenst hún út og vinnur 180 J vinnu á andrúmsloftið. Breytingin, sem verður á innri orku blöðrunnar, er

  1. 140 J
  2. 500 J
  3. -140 J
  4. -500 J
  5. 320 J
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

3.

Hver eftirfarandi efnabreytinga hefur jákvætt ΔH°?

  1. NH3(g) --> NH3(l)
  2. CO2(g) --> CO2(s)
  3. 2H2O(l) --> 2H2(g) + O2(g)
  4. C(s) + O2(g) --> CO2(g)
  5. 2H2O(l) --> 2H2O(s)
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

4.

Gefin er jafnan 2NO(g) + O2(g) --> 2NO2(g) ΔH = -114.0 kJ.
Þá er hvarfvermi, ΔH, efnahvarfsins
NO2(g) --> NO(g) + 1/2O2(g)

  1. +114.0 kJ
  2. +57.00 kJ
  3. -114.0 kJ
  4. -57.00 kJ
  5. 228,0 kJ
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

5.

Gefið er efnahvarfið
2Na2O2(s) + 2H2O(l) --> 4NaOH(s) + O2(g), ΔH°= -126 kJ
Varminn sem losnar þegar 25,0 g af Na2O2 hvarfast við vatn er

  1. 80,8 kJ
  2. 40,4 kJ
  3. 20,2 kJ
  4. 197 kJ
  5. 404 kJ
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

6.

Þegar 0,215 mól af NH3 eru mynduð úr nitri og vetni losna 9,91 kJ af orku í formi varma.
Sé gert ráð fyrir að þrýstingur breytist ekki þá er ΔH á mól af NH3 sem myndast

  1. 9,91 kJ
  2. 46,1 kJ
  3. -46,1 kJ
  4. 9,91 kJ
  5. -2,13 kJ
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

7.

Innri orka kerfis getur verið óbreytt, ΔE = 0, ef

  1. Q > 0 og W > 0
  2. Q > 0 og W < 0
  3. Q > 0 og W = 0
  4. Q < 0 og W < 0
  5. Q = 0 og W > 0
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

8.

Þegar 2,60 g af C2H2(g) hvarfast við óbreyttan þrýsting samkvæmt efnahvarfinu:
2C2H2(g) + 5O2(g) --> 4CO2(g) + 2H2O(g) ΔH = -2511 kJ
er varminn sem kemur fram

  1. 251 kJ
  2. 3,26 · 103 kJ
  3. 126 kJ
  4. 502 kJ
  5. 6,53 · 103 kJ
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

9.

Hvert af eftirfarandi er í öllum tilvikum rétt þegar vinna er unnin á kerfi?

  1. Enginn ytri kraftur verkar á kerfið.
  2. Orka kerfisins eykst.
  3. Allir hlutar kerfisins eru í sömu stöðu fyrir og eftir að vinnan er unnin.
  4. Hluti kerfisins hefur verið færður á móti krafti.
  5. Orka kerfisins minnkar.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

10.

Athugaðu eftirfarandi efnahvarf:
2Na(s) + Cl2(g) --> 2NaCl(s) ΔH = -821.8 kJ
Varminn sem losnar þegar 5,6 g af Na(s) hvarfast við óbreyttan þrýsting er:

  1. 4600 kJ
  2. 4,0 · 102 kJ
  3. 821,8 kJ
  4. 2,0 · 102 kJ
  5. 1,0 · 102 kJ
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

11.

Í varmamæli með varmarýmdina 16,77 kJ/°C brunnu 2,839 g af C2H4O. Hiti mælis hækkaði úr 22,62°C í 26,87°C. Samkvæmt þessari mælingu er mólbrennsluvarmi C2H4O

  1. -8,90 · 103 kJ/mol
  2. -3,14 · 103 kJ/mol
  3. -61,2 kJ/mol
  4. -260 kJ/mol
  5. -1,10 · 103 kJ/mol
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

12.

Athugaðu varmaefnahvarfið:
CH4(g) + I2(g) --> CH3I(g) + HI(g) ΔH = +23 kJ
Orkubreyting, sem á sér stað þegar 1,6 mól af CH4 hvarfast, er á þann veg að efnin í hvarfinu,

  1. gefa 23 kJ,
  2. taka við 14 kJ,
  3. taka við 23 kJ,
  4. taka við 37 kJ,
  5. gefa 37 kJ.
Leiðbeining Loka leiðbeiningu

Árangur
Rétt svör:

Björn Búi Jónsson, bjornbui@mr.is

Valid HTML 4.01! Valid CSS!