Dæmi 3.96, svar

Þegar kveikt er í blöndu sem er 10,0 g af etyni (C2H2) og 10,0 g af súrefni, O2, myndast í brunanum CO2 og H2O.

  1. Ritaðu stillta efnajöfnu fyrir hvarfið.
  2. Hvort hvarfefna er takamarkandi efnið?
  3. Hve mörg grömm af C2H2, O2, CO2 og H2O eru til staðar eftir hvarfið?

a) Stillt efnajafn er:
2C2H2(g) + 5O2(g) ---> 4CO2(g) + 2H2O(g)

Efnajafna 2C2H2(g) + 5O2(g) ---> 4CO2(g) + 2H2O(g)
Fyrir hvarf 10,0g 10,0g 0,0 0,0

10,0 g eru af hvoru hvarfefni sem þarf að umreikna í mól og finna síðan hvort efnið er takmarkandi.
Svaraðu spurningu b) áður en þú skoðar framhaldið.